Morðið í Stjórnarráðinu
Lögfræðingurinn Stella er oðrheppin og harðsoðin, nokkuð upp á karlhöndina og finnst viskísopinn góður, hún brynjar sig með spakmælum frá mömmu og sérhæfir sig í að innheimta skuldir sem hún hefur keypt. Þegar náungi úr undirheimunum kallaður Sæmi súla vill fá hana sem réttargæslumann um miðjan nótt segir hún strax nei. En þegar í ljós kemur að hann er grunaður um að hafa myrt deildarstjóra í forstæisráðuneytinu í sjálfu ríkisstjórnarherberginu er forvitni hennar vakin. Og þar með sogast hún inn í æsilega atburðarás. Leikurinn berst jafnt um undirheima sem æðstu staði, tekist er á um völd go peninga og meðulin eru gamalkunn: kynlíf, eiturlyf, fjárkúgun – og morð. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.