Minna mittismál

Matreiðslubók fyrir þá sem vilja grennast án þess að fara í megrun

Megrun og góður matur. Í huga margra er þetta tvennt ósættanlegar andstæður. Megrunin er sjálfsafneitun, gulrætur og þurrsteikt lifur, en góður matur fitandi samkvæmt skilgreiningu. Megrun, sem byggist á þessu algenga viðhorfi, verður þó sjaldan annað en tímabundin píslarganga, því hver treystir sér til að lifa við slíkt mótlæti til lengdar? En þá er ekki að sökum að spyrja, jafnskjótt og farið er að borða „góðan matinn“ á ný, sækir þyngdin oftar en ekki í fyrra horf. Staðreyndin er sú, að strangir megrunarkúrar eru sjaldan heppileg eða raunhæf leiði til megrunar, meira að segja geta síendurteknir sveltikúrar orðið til að auka enn frekar líkur á ævinlangri baráttu við aukakílóin.
Góður og heilsusamlegur matur, ásamt hæfilegri hreyfingu dag hvern er tvímælalaust árangursríkasta leiðin til að bæta líkamsvöxtin til frambúðar. Góður matur þarf ekki að vera fitandi, uppskriftirnar í þessari bók bera því vitni. Mestu máli skiptir að borða reglulega á matmálstímum, skipuleggja matarinnkaupin, og njóta matarins því það á ekki að vera synsamlegt að borða góðan mat, heldur ekki í megrun. (Heimild: formáli bókarinnar)

Bókin Minna mittismál er skipt niður í 16 kafla + aukakaflar, þeir eru:

  • Ýmislegt, sem, gott er að vita
  • Um krydd
  • Grænmeti – sögulegt
  • Brauð, reglur við gerbakstur
  • Fiskur
  • Grænmeti
  • Kjöt
  • Kjúklingar
  • Pasta
  • Þurrkaðar baunir
  • Salat
  • Sósur og ídýfur
  • Ábætisréttir
  • Kökur og sætabrauð
  • Drykkir
  • Tillaga að þriggja vikna megrunarfæði
  • Auk: atriðaskrá, myndaskrá

Ásand: góð

Minna mittis mál - Kristín Gestsdóttir og Sigurður Þorkelsson

kr.800

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 14 × 2,5 × 22 cm
Blaðsíður:

328 +myndir

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1989

Hönnun:

Matthías Ægisson (umbrot og setning)

Teikningar

Sigrður Þorkelsson

Höfundur:

Kristín Gestsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Minna mittismál – Uppseld”