Mikki og baunagrasið

Mikki og baunagrasið byggir á sögu sem heitir Jói (e. Jacobs) og baunagrasið og er enskt ævintýri sem kom fyrst út árið 1734 undir nafninu The Story of Jack Spriggins and the Enchanted Bean en árið 1807 hjá Henry Cole útgáfunni og þá kom þetta ævintýri út á prenti undir nafninu The History of Jack and the Bean-Stalk. En Jacobs nafnið hefur verið vinsælast í endurprentun á þessu ævintýri. En þessi útgáfa Walt Disney kom fyrst fyrir í mynd árið 1947 og kom fram í seinni hluta myndarinnar en myndin heitir á ensku Fun and Fancy Free og á að gerast í þorpi sem heitir á ensku Happy Valley. Sá sem sagði söguna í þessari mynd var Edgar John Bergen en hann er frægur fyrir að vera með t.d. brúðunar Charlie McCarthy and Mortimer Snerd.

Í þessari sögu Walt Disney voru þeir félagar Mikki, Andrés og Guffi sárafátækir og áttu bara eftir eina baun og gamla kú. Andrés og Guffi hvetja því Mikka til að fara og selja kúna og kaupa mat fyrir. En á leiðinni hittir Mikki gamla konu sem býður honum töfrabaunir …

Ástand: gott

Mikki og baunagrasið - Walt Disney bók

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,206 kg
Ummál 16,5 × 0,7 × 24 cm
Blaðsíður:

40 +myndir

Heitir á frummáli

Mickey and the beanstalk

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1989

Íslensk þýðing

Guðni Kolbeinsson

Höfundur:

Walt Disney