Með lífið að láni – njóttu þess!
Hvert stefnir þú í lífinu?
Hvernig gengur þér að ná markmiðum þínum?
Með lífið að láni er kærkominn leiðarvísir fyrir alla sem hafa Metnað til að ná árangri og njóta lífsins til fulls. Höfundar beina sjónum að kjarna málsins, atriðum sem alls staðar eiga við og snerta okkur öll. Þessi atriði eru í raun lykillinn að árangri á flestum sviðum mannlífsins. Í bókinni má finna lifandi og hnitmiðaðar lýsingar á spurningum, viðfangsefnum og aðferðum sem skipta geta sköpum í lífi fólks, svo sem að byggja upp sjálfstraust, að tileinka sér færni í mannlegum samskiptum, að setja sér markmið og ná þeim, árangur og hugarfar, aðalatriði góðs uppeldis, einkenni góðs hjónabands, að leysa deilur, að lifa í sátt við staðreyndir lífsins Í bókinni er fjöldi dæma, verkefna og leiðbeininga sem auðvelt er að tileinka sér og vísa leið að aukinni lífsfyllingu. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Með lífið að láni er skipt niður í 6 kafla, þeir eru:
- Leitin að árangri
- Markmið og ákvarðanir
- Sjálfstraust í samskiptum
- Foreldir til fyrirmyndar
- Við tvö erum eitt
- Með lífið að láni
Ástand: Ný
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.