Matur sem yngir og eflir

96 ofurhollar og ljúffengar uppskriftir sem auka lífsþrótt og orku. Hér er meðal annars að finna næringarríkan morgunmat, þeytinga, orkubita, brauð, kjöt- og fiskrétti, gómsætar súpur og dísætar – en ofurhollar kökur. Auk uppskriftanna er í bókinni mikill fróðleikur um næringargildi og bætiefni og Þorbjörg gefur ótal góð ráð um hvernig við getum haldið okkur ungum og hraustum.

Allt snýst þetta um:

• Réttu fituna sem eykur brennslu og viðheldur ljóma húðarinnar
• Rétta hráefnið sem kemur jafnvægi á blóðsykurinn og hormónabúskapinn
• Góðu prótínin sem efla og styrkja kroppinn
• Grænmeti og ávexti í öllum regnbogans litum

Þorbjörg hefur rannsakað mataræði og nútímalífsstíl síðustu 25 ár og komist að niðurstöðu um hvers konar matur og næringarefni viðhalda best æsku og lífsþrótti. Bókin kom fyrst út í Danmörku 2009 og þaut beint á metsölulista, enda happafengur fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill fá sem mest út úr lífinu.

Bókin  Matur sem yngir og eflir er skipt niður í 12 kafla, þeir eru:

  • Eflandi morgunverður sem kemur þér fram úr bólinu
  • Hressandi aukabitar sem jafna blóðsykurinn
  • Ljúffengt brauð sem  kemur þér í form
  • Kröftugar og gómsætar súpur
  • Prótínríkur kvöldmatur sem viðheldur æsku og vellíðan
  • Lítrík salöt sem styrkja ónæmiskerfið
  • Orkuríkt ofurmeðlæti
  • Syndamleg sætindi með himnesku bragði og fullt af næringu
  • Yngjandi salatsósur og ídýfur sem halda hrukkunum í skefjum
  • Draumadrykkir sem stæla líkamann og fylla hann af orku
  • Kraftmiklir matseðlar: dögurðar, hádegis- og kvöldverðarborð fyrir fjölskyldu og vini
  • Bætiefnin hennar Þorbjargar

Ástand: gott

kr.1.000

4 á lager

Vörunúmer: 8001010055 Flokkur: Merkimiðar: , ,
SKU: 8001010055Category: Tags: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,766 kg
Ummál 20 × 2,5 × 26 cm
Blaðsíður:

215, Atriðisorðaskrá: s. 214-215

ISBN

9789935418654

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Spis dig yngre, Politikens Forlag

Útgefandi:

Salka

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2011 (2. prentun)

Hönnun:

Erin Chapman (grafísk hönnun), Morren Sörensen (grafísk hönnun)

Ljósmyndir:

Andreas Wiking

Ritstjóri

Ina Bjerregaard, Politikens Forlag

Íslensk þýðing

Nanna Gunnarsdóttir

Höfundur:

Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Matur sem yngir og eflir”