Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum Ljóðabók/safn

Ljóðagerð Guðfinnu frá Hörmum er runninn upp úr náttúruskáldskap nítjánda aldar í tveimur farvegum, sem tóku að myndast á síðustu áratugum aldarinnar. Í raun og veru væri skáldskapur hennar bæði fullgildur og ákjósanlegur texti til þess að íhuga út frá honum eðli þeirrar þróunnar …

Bestu ljóð hennar munu vara í gildi, ljöngu eftir að það verður flestum gleymt, hvaða hefð eða skóli eða tízka réð hér ríkjum á öndverðri þessari öld. Þau verða hér enn, eins og þau eru nú, til þess að lesast fyrirhyggjulaust. (Heimild: Úr inngangi eftir Kristján Karlsson)

Guðfinna Jónsdóttir er fædd 27. febrúar 1899 að Arnarvatni í Mývatnssveit en ólst upp frá sjö ára aldri á Hömrum í Reykjadal. Hún hafði ríka tónlistargáfu og stundaði í tvo vetur tónlistarnám á Akureyri og í Reykjavík, ma.a hjá Otto Busch og Páli Ísólfssyni. Hún kenndi síðan söng og stjórnaði kórum í Reykjadal, m.a. við Alþýðuskólann á Laugum. Árið 1936 fluttist hún til Húsavíkur, þar sem hún starfaði sem tónlistarkennari og organisti við Húsavíkurkirkju meðan heilsa leyfði. Hújn lést úr berklum á Kristneshæli 28. mars 1946.

Bókin Ljóðabók/safn Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrumer skipt niður í 3 hluta, þeir eru:

  • Ljóð (1941) 30 ljóð
  • Ný ljóð (1945) 23 ljóð
  • Síðustu ljóðin (eftir handriti) 12 ljóð

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Ljóðabók - Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum

kr.3.300

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,350 kg
Ummál 15 × 2 × 20 cm
Blaðsíður:

143

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1972

Hönnun:

Torfi Jónsson (kápuhönnun)

Ritstjóri

Kristján Karlsson (valdið ljóðin og ritaði formála)

Höfundur:

Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ljóðabók Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, safn”