Leyndarmál Tapasbarsins
Leyndarmál Tapasbarsins. Hér eru yfir 200 girnilegar uppskriftir, unaðslegir smáréttir en einnig gómsætir aðalréttir, súpur og sósur, dásamlegir eftirréttir og ljúffengir drykkir.
Í bókinni eru mörg að bestu geymdu leyndarmálum Tapasbarsins afhjúpuð svo að nú getur þú skapa réttina í eigin eldhúsi og laðað fram sannkallað tapasstemningu með blöndu af því besta úr spænskri og íslenskri matargerð.
Tapasbarinn hefur verið einn vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur allt frá opnun árið 2000, enda hafa þar jafnan verið á boðstólum einstaklega spennandi réttir, bornir fram í sönnum tapasanda.
Lamb í lakkrís · Hrefna með trönuberja- og maltsósu · Piri-piri-kjúklingavængir · Lundi með bláberja- og brennivínssósu · Nautalund á salatbeði · Saltfiskur með tómatdöðlumauki og chorizo · Saltfiskkrókettur með alioli · Hvítlauksbakaðir humarhalar · Paella Catalana · Beikonvafin hörpuskel og döðlur · Spænsk eggjakaka · Belgískar vöfflur með uxahala · Sjávarréttasúpa skipstjórans · Calamari · Súkkulaðifantasía með vanillufroðu · Créme Catalana með dulce de leche-rjóma · Hægelduð svínasíða með rauðkáli og fjallagrasasósu · Saltfiskur með sætri kartöflumús og pestói · Mojitos og sangríur … (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: innsíður og kápa góð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.