Leyndardómar laxveiðanna
Listin að veiða lax – leiðbeiningar í máli og myndum
Bókin Leyndardómar laxveiðanna er sannkölluð gullnáma fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stunda laxveiðar. Hún mun koma að góðum notum, bæði fyrir þá, sem eru byrjendur, og þá sem lengra eru komnir. Í bókinn er lýst mismunandi aðferðum við laxveiðar, bæði hvað varðar veiðar á flugu, maðk og spón. Að auki eru svo kynnt fyrir lesendum ýmis þau tæki og tól sem notuð eru við veiðarnar.
Hvar liggur laxinn? Hvernig á að „lesa vatn“? Hvenær tekur laxinn helst? Og af hverju tekur hann? Þetta eru spurningar sem veiðimenn spyerja bæði sjálfa sig og aðra. Auðvitað er ekki hægt að gefa tæmandi svör við þessum spurningum en í þessari bók er þó reynt að gefa eins ítarlegar upplýsingar og frekast er unnt.
Í bókinni er að finna upplýsingar frá mörgum þekktustu laxveiðimönnum landsins sem miðla lesendum af þekkingu sinni og reynslu, hver á sínu sviði. Þau ráð munu koma mörgum til góða. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Leyndardómar laxveiðanna er skipt niður í 7 kafla, þeir eru:
- Um veiðieðli og veiðibráðina. Af hverju veiða menn?
- Nokkur grundvallaratriði. Hvenær gengur laxinn?
- Um veiðitækni og veiðitól. Flugveiðitækni nútímans
- Fluguveiði. Að kasta flugu
- Að veiða á maðk
- Aðrar veiðiaðferðir
- Leikslok
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.