Lesarinn
Michael Berg, fimmtán ára, veikist hastarlega á leiðinni heim úr skólanum og kastar upp í dimmu porti. Kona nokkur aumkvast yfir hann og fylgir honum heim. Síðar fer Michael á fund konunnar með blómvönd í þakkarskyni. Og hann kemur aftur því eitthvað dregur hann að þessari kraftalegu konu á fertugsaldri sem er miðavörður í sporvagni. Þau hefja leynilegt ástarsamband. Einn dagin er Hanna hins vegar horfin.
Mörgum árum síðar sér Michael, þá laganemi, Hönnu aftur – í réttarsal þar sem hún situr á sakamannabekk. Þá hefsts magnað uppgjör – ekki bara einstaklinga heldur heilla kynslóða í Þýskalandi eftirstríðsáranna.
Lesarinn hefur vakið mikla athygli og er metsölubók um allan heim. Þetta er hörkuspennnandi og dramatísk ástar- og örlagasaga, sem glímir jafnframt við viðkvæm siðferðileg álitamál. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.