Lág kolvetna ljúfmeti
100 léttir réttir
Viltu lifa heilsusamlegra lífi eða jafnvel missa aukakíló? Í þessari bók færðu hvatninguna, upplýsingarnar og innblásturinn sem þú þarft til að ná árangri.
Í bókinni Lág kolvetna ljúfmeti eru 100 auðveldar uppskriftir að ljúffengum lág kolvetna réttum – allt frá morgunmat, snarli milli mála, hádegis- og kvöldverðum til dásamlegra sykur- og hveitilausra eftirrétta.
Hér er að finna uppskriftir að mat sem öllum í fjölskyldunni líkar!
Höfundurinn, Ulrika Davidsson er einn vinsælasti matreiðslubókahöfundur og næringarráðgjafi í Svíðþjóð. Hún missti sjálf 30 kíló á 8 mánuðum þegar hún fór á lág kolvetna mataræði og hefur hjálpað tugþúsundum manna við að ná tökum á mataræði sínu og betri lífsstíl. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Lág kolvetna ljúfmeti er skipt niður í átta kafla, þeir eru:
- Lág kolvetna ljúfmeti
- Morgunverður
- Snarl
- Salöt og súpur
- Fiskur og skelfiskur
- Kjúklingur
- Kjöt
- Eftirréttur
- + Atriðaorðaskrá
Ástand: gott bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.