Lærum að elda taílenskt

Lærum að elda taílenskt er fyrsta bókin í nýjum flokki bóka þar sem kennt er að elda mat frá öllum heimshornum. bókin samanstendur af 10 kennslustundum með uppskriftum að fjölbreyttu réttum sem einkennandi er fyrir taílenska matreiðslu. réttirnir í hverri kennslustund geta staðið saman sem máltíð eða einir og sér.

Í taílenskri matargerð er mikið lagt upp úr ferskleika hráefnisins og eldamennskan sjálf tekur yfirleitt skamma stund. Góður undirbúningur og skipulag við matargerðina er því grundvallaratriði.

Upplifðu einstakt og dásmalegt bragð taílenska rétta og spreyttu þig á spennandi uppskriftum þar sem hráefni eins og sítrónugras, kókosmjólk, hvítlaukur, ferskt kóríander og basilíka koma við sögu.

Gestakokkur og ráðgjafi við gerð þessara bókar var Narumon Sawangjaitham kokkur á taílenska veitingastaðnum Gullna hliðinu en hún hefur áralanga reynslu af því að elda taílenska rétti fyrir Íslendinga.

Bókin Lærum að elda taílenskt er skipt niður í 10 kennslustundir

Ástand: Gott, innsíður góðar.

Lærum að elda taílenskt

kr.1.000

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,376 kg
Ummál 21 × 1 × 28 cm
Blaðsíður:

41

ISBN

9979219858

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Hönnun:

Valdís Guðmundsdóttir (stílisti)

Ljósmyndir:

Kristján Maack

Höfundur:

Rut Helgadóttir (ritstjóri), Narumon Sawangjaitham (ráðgjöf um val á uppskriftum)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lærum að elda taílenskt – Uppseld”