Lærum að baka brauð
Í þessari bók Lærum að baka brauð er 10 kennslustundum kennt að baka brauð af ýmsum gerðum frá öllum heimshornum. Brauðgerðinni er fylgt úr hlaði með kynningu á sögu brauðbaksturs og umfjöllun um helstu hráefni. Auk þess eru uppskriftir af alls kyns góðgæti ofan á brauðið.
Fátt er meira freistandi en ilmurinn af nýbökuðu brauði og ekki er ánægjan minni ef maður hefur bakað það sjálfur. Hveiti, spelt, byggmjölm, ger, súrdeig, birkifræ, sólþurrkaðir tómatar, hnetur, kúrbítur og laukur er fátt eitt af því hráefni sem hér kemur við sögu. Meðal uppskriftanna eru bandarískar beyglur, seytt íslenskt rúgbrauð, pólskt kartöflu-pierogi, ítalskt forcaccia, speltbollur og danskar súkkulaðibollur, að ógleymdu ólífumauki, mandarínumarmelaði, spínatpestói, sítrónusmjöri og ýmsu fleiru ofan á brauðið.
Bakarinn Arnar Snær Rafnsson leggur til nokkrar uppskriftir í þessa bók. Hann læri í Danmörku, bjó þar um hríð en starfa nú á Café Konditori Copenhagen í Reykjavík (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Lærum að baka brauð er skipt niður í 10 kennslustundir, þeir eru:
- Inngangur: Ilmandi brauð frá ýmsum löndum
- Kennslustund 1: Enskar skonskur. Bandarískt maísbrauð
- Kennslustund 2: Speltbollur. Gerlaust hafrabrauð. mandarínumarmelaði með vanillu Jógúrtostur
- Kennslustund 3: Danskar súkkulaðibollur. Morgunbollur. Frönsk snittubrauð
- Kennslustund 4: Ástraskt grænmetisbrauð. Svissneskt sveitabrauð
- Kennslustund 5: Íslenskt flatbrauð. Seytt rúgbrauð. Norðlenskt soðiðbrauð
- Kennslustund 6: Sænskar flatkökur. Þýskt bjórbrauð. Pólskt kartöflubrauð
- Kennslustund 7: Súrdeigsbrauð með sólblómafræjum. Bandarískar beyglur. Sænskt saffranbrauð
- Kennslustund 8: Ítalskt kryddbrauð. Hrökkbrauð. Gróft brauð fyrir brauðvél
- Kennslustund 9: Tyrkneskt flatbrauð. Grískt páskabrauð. Rúsínu-kanilbrauð
- Kennslustund 10: Frönsk horn. Danskt rúgbrauð. Lifrakæfa. Fyllt matarbrauð a la Arnar
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.