Krosssaumur

Prýðum heimilið með hör

Í þessari bók er að finna krosssaumsmunstur á ýmis konar hluti, allt frá borðdúkum og handklæðum til bókarmerkja; frá sumar- til haust- og jólamunstra; frá einföldum útsaumi til aðeins meira krefjandi verkefna. Hér getið þið valið milli hördúka með jarðaberjamunstri sem fullkomna stemninguna á björtum sumarkvöldum, leyft haustberjunum að njóta sín í hauströkkrinu, eða sett persónulegan svip á jólaboðið með heimasaumuðum jóladúk. Ef þið viljið byrja á einhverju litlu þá eru hér meðal annars uppskriftir að nálapúðum, ilmpokum og diskamöttum, lítil og sæt verkefni sem fær þeim sem saumar jafn mikla ánægju og þeim sem fá þau að gjöf.

Flest stykkin hér eru saumuð í hör. Kannski er kominn tími til að opna augun fyrir öllum kostum þessa fallega efnis – ef þið hafið ekki þegar uppgötvað það! En það er ekkert mál að nota munstrin hér í bómullarefni. Góða skemmtun.  (heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: bæði innsíður og kápa góð

kr.700

1 á lager

Vörunúmer: 8501077 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

SKU: 8501077Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,390 kg
Ummál 20 × 1 × 28 cm
ISBN

9789979219316

Blaðsíður:

64 + krosssaumsmunstur

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Broder lekkert i lin

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Ljósmyndir:

Anders Cormeliusen

Íslensk þýðing

Anna Sæmundsdóttir

Höfundur:

Marianne Aggebo

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Krosssaumur”