Kransæðabókin

Í Kransæðabókinni er að finna gagnlegar og auðlesnar upplýsingar um kransæðasjúkdóm sem hrjáir þúsundir Íslendinga og er ein algengasta dánarorsökin hér á landi. Bókin er samin af 30 íslenskum sérfræðingum; læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum sem flestir starfa á Landspítala og er ætluð almenningi ekki síður en heilbrigðisstarfsfólki.

Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma, og eru ¾ þeirra vegna kransæðasjúkdóms. Margir áhættuþættir kransæðasjúkdóms eru vel þekktir eins og reykingar, háþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur og blóðfitur, sykursýki, offita og hreyfingarleysi. Kransæðasjúkdómur er líka algengari í vissum fjölskyldum og hefur ættlægni sjúkdómsins lengi verið þekkt. Ert þú í áhættuhópi að fá kransæðasjúkdóm og hvað getur þú gert til að draga úr þeirri áhættu? Í Kransæðabókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um þennan algenga sjúkdóm sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks heilbrigðiskerfis,m.a. um orsakir, einkenni, greiningu, meðferð og forvarnir. Í bókinni eru einnig ítarlegir kaflar um mataræði og þunglyndi en sýnt hefur verið fram á að þunglyndi getur aukið áhættu á kransæðasjúkdómi.

Bókin Kransæðabókin er skipt niður í 19 kafla, þeir eru:

  • Kransæðar og kransæðablóðrás
  • Faraldsfræði kransæðasjúkdóms
  • Orsakir, meinþróun og meingerð
  • Erfðir kransæðasjúkdóms
  • Áhættuþættir og forvarnir
  • Mataræði og hjartasjúkdómar
  • Einkenni kransæðasjúkdóms
  • Greining kransæðasjúkdóms
  • Brátt kransæðarheilkenni
  • Meðferð Kransæðasjúkdóms
    • Lyfjameðferð
    • Kransæðavíkkun
    • Kransæðahjáveituaðgerð
  • Undirbúningur og eftirmeðferð eftir kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð
  • Endurhæfing eftir kransæðastíflu og/eða kransæðaaðgerð
  • Kransæðasjúkdómar í konum
  • Kransæðasjúkdómar hjá öldruðum
  • Meðferð kransæðasjúklinga fyrir svæfingu og skurðaðgerð
  • Þunglyndi og kransæðasjúkdómur
  • Fylgikvillar kransæðastíflu
    • Hjartabilun
    • Hjartasláttartruflanir við bráða kransæðastíflu
    • Snemmkomin gollurshúsbólga og heilkenni Dresslers
  • Hjálparhjarta
  • Hjartaígræðsla

Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking sem ný

Kransæðabókin - Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,820 kg
Ummál 17 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

256 +myndir +línurit +töflur +Atriðisorðaskrá: bls. 249-255

ISBN

9789935240545

Kápugerð:

Mjúk kápa

Útgefandi:

Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2016

Hönnun:

Hvíta húsið (hönnun og umbrot)

Ritstjóri

Guðmundur Þorgeirsson, Tómas Guðbjartsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kransæðabókin – Uppseld”