Kortabók – Road Atlas 1:300.000
Íslandskort Máls og menningar eru landakort nýrra aldar, sniðin að þörfum ferðamanna. Vönduð kortagerð, hentug blaðskipting og endingargóður pappír sameina kosti góðra landakorta og tryggja örugg og ánægjuleg ferðalög.
Sérlega handhæg kortabók sem sniðin er að þörfum þeirra sem ferðast um Ísland. Landshlutakort í mælikvarða 1:300 000 eru prentuð í náttúrulegum litum og geyma nýjustu upplýsingar um vegi landsins og ferðaþjónustu. Einnig er að finna í bókinni nákvæm kort af Reykjavík og þrjátíu öðrum þéttbýlisstöðum, upplýsingar um söfn og sundlaugar á Íslandi og ítarlega nafnaskrá yfir landshlutakortin. kortabók Máls og menningar hlaut alþjóðlegu verðlaunin Besta kortabók heims 2000. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.