Kaldir réttir I – matargerð er list

Ljúffengari og glæsilegri en nokkru sinn!

Bókin Kaldir réttir I hefur þegar verið gefin út í Þýskalandi í fjölda upplaga og milljónum eintaka. Lesendahópurinn er afar fjölmennur því bókin hefur verið gefin út á mörgum tungumálum en kemur nú út í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn. Ekkert hefur verið sparað til að gera bókina sem best úr garði.

Að framreiða hlaðborð eða kalt borð er auðvelt og skemmtilegt verk sem þó krefst tíma og nokkurrar nákvæmi. Flestir þekkja hið sígilda, stóra kalda borð með fjölda rétta, en einnig má setja upp hlaðborð fyrir unglingaveislu eða framreiða ítalska rétti að ógleymdum fornum sveitamat, þar sem aðal uppistaðan er fjölbreyttar, grófar pylsur, ostur og skinka svo eitthvað sé nefnt.

Hver og einn ætti að finna í bókinni rétti við sitt hæfi, litmyndir tala sínu máli hvað varðar framreiðslu og skreytingar. Á svart-hvítu síðunum í upphafi bókarinnar er að finna mjög ítarlegar upplýsingar um meðferð á algengasta hráfefni til matargerðar, margar teikningar eru að sjálfsögðu þarna með svo auðveldara sé að átta sig á handbrögðum bæði við matargerð og skreytingar.

Bókin Kaldir réttir I er skipt niður í átta kafla, þeir eru:

  • Helstu hráefni og grunnuppskriftir
  • Smurt brauð og snittur
  • Pinnabrauð og fleira góðgæti
  • Léttir og ljúffengir forréttir
  • Innbakaðar kæfur og kjötbökur
  • Léttir og litrík salöt
  • Veisluréttir í hlaupi
  • Atriðaskrá

Ástand: gott

Kalidir réttir I - matargerð er list

kr.800

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501371 Flokkar: , Merkimiði:

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,710 kg
Ummál 22 × 1 × 29 cm
Blaðsíður:

124 +myndir +Atriðaorðaskrá: bls. 121-123

ISBN

9979902906

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Kalte Küche – köstlich wie noch nie

Útgefandi:

Bókaútgáfan Krydd í tilveruna

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1991

Íslensk þýðing

Charlotta María Hjaltadóttir

Höfundur:

Annette Wolter, Christian Teubner

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kaldir réttir I – matargerð er list – Uppseld”