Járnkarlinn Matthías Bjarnason ræðir um ævi sína og viðhorf
Í bókinni fjallar Matthías Bjarnason m.a. um bernskuárin á Ísafirði, fjölbreytt störf og nám. Hann lýsir fyrstu kynnum sínum af forkólfum Sjálfstæðisflokksins, lýsir atvinnulífi og segir frá framboðsferðum fyrir vestan og er margar sögur að finna í bókinni af samferðamönnum og ýmsum atburðum, m.a. á vettvangi stjórnmálanna þau 30 ár sem Matthías hefur setið á Alþingi.
Sérstakir kaflar eru um ráðherrastörf Matthíasar, landhelgisstríð, stjórnarmyndunarviðræður og átök innan Sjálfstæðisflokksins og í lokin eru ummæli nokkurra samferðamanna um Matthías.
Matthías sagðist hefðu kosið að fjalla meira um ýmis mál en hann hefði gert í bókinni og nefndi landhelgismálið sérstaklega sem hann sagði að hefði getað orðið efni í heila bók. Sjónarmið mannúðar og samhjálpar
„Þótt farið sé yfir alla ævi Matthíasar og starf, þá er hans staða í nútímanum þungamiðja í þessari bók og hvaða augum hann lítur umhverfi sitt, pólitíkina í dag og þá möguleika sem við höfum sem þjóð til að vinna okkur út úr vandamálunum,“ sagði Örnólfur Árnason. (Heimild: MBL 2. desember 1993)
Bókin Járnkarlinn Matthías Bjarnason ræðir um ævi sína og viðhorf, hefur ekkert efnisyfirlit.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.