Íslenski hesturinn
Litir og erfðir
Á bakhlið segir: „Hesturinn hefur verið Íslendingum nákominn allt frá því á landnámsöld. Hvergi hafa hestalitir varðveist jafn vel og á Íslandi. Hér lögðu menn alúð við breytilega liti. Það var krydd í lífi hestamannsins að geta átt gæðing með sérstæðum og sjaldgæfum lit.
Fágætir litir geymdust þess vegna hér ásamt litaheitunum. Þekking manna á litunum var svo djúpstæð löngu fyrir tíma allra vísinda að menn greindu á milli lita sem stöfuðu af mismundandi erfðavísum.
Með nýjum erfðavísi kom nýtt litanafn. Það var eins og Íslendingar fyndu á sér lögmál erfðafræðinnar löngu áður en sú vísindagrein varð til.
Á þessari aldalöngu þekkingu byggir dr. Stefán Aðalsteinsson skýringar sínar um erfðir hestalita sem hann hefur hlotið alþjóðaviðurkenningu fyrir. Í bókinni setur hann fram umfangsmikinn fróðleik um hestaliti og erfðir á þeim á alveg nýjan hátt, sem auðveldar hestamönnum að tileinka sér þennan mikilvæga þátt í eðli íslenska hestsins.
Fallegar ljósmyndir Friðþjófs Þorkelssonar auka mjög gangsemi bókarinnar og gleðja auga lesandans.“
Ástand: innsíður og kápa í góðu ástandi
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.