Íslandsmyndir Mayers 1836

Árið 1986 voru 150 ár liðin frá Íslandsleiðangri franska vísindamanna undir stjórn Paul Gaimards. Með í förinni var málarinn Auguste Mayer sem lýsti landi og þjóð í listaverkum, sem eru stórmerkar heimildir um íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð. allar Íslandsmyndir Mayers, sem þekktar eru, hátt í 200 að tölu, birtast hér – flesar í lit í fyrsta sinn. Í formála og myndatextum er gerð grein fyrir leiðangrinum og menningarsögulegu gildi hans.

Bókinni fylgir kver með litprentaðri, fágætri frumgerð kvæðanna sem flutt voru Gaimard til heiðurs í veislunni góði í Höfn 1839. í kverinu er einnig ritgerð dr. Finnboga Guðmundssonar landsbókavörð þar sem hann varpar nýju ljósi á kvæði Jónasar Hallgrímssonar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Íslandsmyndir Mayers 1836 er skipt niður í sex kafla, þeir eru:

  • Formáli á íslensku, frönsku og ensku
  • Myndir Auguste Mayer
  • Myndskýringar

Fylgirit

  • Íslensk kvæði og ræða sem var flutt í veislu til heiðurs Paul Gaimard í Kaupmannahöfn 16. janúar 1839

Ástand:  vel með farin bæði askja, innsíður og kápa.

Íslandsmyndir Mayers 1836 - Örn og Örlygur 1986

kr.8.900

1 á lager

Vörunúmer: 8503077 Flokkar: , Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,9 kg
Ummál 22 × 4 × 26 cm
Blaðsíður:

I. bindi bls.: 298 + myndur II. bindi fylgirit bls.: 40

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1986

Hönnun:

Guðrún Rafnsdóttir (litun mynda)

Höfundur:

Árni Björnsson (höfundur texta), Ásgeir S. Björnsson (höfundur texta), Auguste Mayer (myndir)