Hin myrku djúp
Hin myrku djúp er fyrsta bókin um lögregluforingjann Veru Stanhope í Northumberland á Englandi, en bækurnar um hana njóta mikilla vinsælda víða um lönd, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta sem m.a. hafa verið sýndir hér á landi. Þegar Julie Armstrong kemur heim til sín seint um kvöld eftir að hafa farið að skemmta sér finnur hún sér til skelfingar son sinn í baðkarinu þakinn blómum. Hann hafði verið kyrktur. Nokkru síðar finnst lík af ungri kennslukonu í grunnri tjörn og hafði blómum sömuleiðis verið sáldrað yfir líkama hennar.
Lögregluforinginn Vera Stanhope í Northumerland rannsakar málið. Morðin verða til þess að heimamenn taka að ljóstra upp sínum myrkustu leyndarmálum. Morðinginn fylgist með og bíður færis að undirbúa nýja vota blómagröf … (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves hún er höfundur að Veru Stanhope og Shetland-seríunni
Ástand: gott, laus við allt krot eða nafnamerkingu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.