Heilyndi
Ljóð Erlings Sigurðarsonar frá Grænavatni
Bókin geymir frumort ljóð og þýðingar höfundar á nokkrum perlum þýskrar ljóðlistar. „Viðfangsefni höfundar eru margvísleg, en virðing fyrir náttúrunni einkennir ljóð hans og oft má sjá þar manninn í styrk sínum og veikleika“ (Heimild: MBL, 14. ágúst 1997)
Erlingur Sigurðarson (1948-2018) er fæddur á Grænavatni í Mývatnssveit. Hann hefur búið og starfað á Akureyri undanfarin tuttugu ár, lengst af sem íslenskukennari, bæði við Menntaskólann á Akureyri og síðastliðin ár við Háskólann á Akureyri. Hann samdi leiksviðsverk upp úr ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í ársbyrjun 1995 undir heitinu Á svörtum fjöðrum. Hann átti þrjú ljóð í Blánótt, ljóðum Listahátíðar 1996, og vann bæði til fyrstu og annarra verðlauna með ljóðum sínum í ljóðasamkeppni Dags-Tímans s.l. vor.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.