Halldór Pétursson myndir

Halldór Pétursson (1916 – 1977) var íslenskur myndlistarmaður og teiknari. Halldór byrjaði ungur að teikna og varð snemma þekktur fyrir teikningar sínar. Hann sótti einkatíma hjá málurunum Guðmundi Thorsteinsson (Mugg) og Júlíönu Sveinsdóttur. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935. Þaðan fór hann til náms við Kunsthåndværkskolen í Kaupmannahöfn og lauk prófi í auglýsingateiknun árið 1938. Hann starfaði upp frá því við ýmiss konar teiknivinnu og auglýsingagerð.

Allflestar þjóðir eiga sér listamenn sem hafa með verkum sínuim á sviði myndlistar eða tónlistar eignast sérstakan stað í hjörtum þjóðar sinnar. Fólkið hefur gert verk þeirra að sínum; talið þau hluta af umhverfi sínu og lífi; tekið þau sem sjálfsagðuan hlut.

Þannig eru verk Halldórs Pétursson. Hann var listamaður okkar allra. Halldór teiknaði strákinn, hestinn og hundinn, málaði sveitina, fjöllin og embættismenninga, og rissaði upp ógleymanlegar skopmyndir af samtíðamönnum sínum.

Þessi bók sýnir aðeins lítið brot af miklum fjölda mynda, sem ennþá hafa ekki birst opinberlega. Þetta brot er þó verðugt sýnishorn þess, sem gerði Halldór Pétursson að vini og kunningja allra þjóðarinnar.

Bókin Halldór Pétursson myndir er 1 kafli

  • Myndir eftir Halldór og ritmál gerði Indriði G. Þorsteinsson

Ástand: gott

Halldór Pétursson myndir

kr.3.500

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502653 Flokkur: Merkimiðar: , ,
SKU: 8502653Flokkur: Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1 kg
Ummál 22 × 3 × 28 cm
Blaðsíður:

207 (að meginhluta myndir)

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1980 (1. útgáfa)

Höfundur:

Indriði G. Þorsteinsson (ritmál)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Halldór Pétursson myndir 1. útgáfa – Uppseld”