Garðrækt í sátt við umhverfið

Matjurtir – Ávextir – Kryddjurtir

Viltu rækta þínar eigin matjurtir og jafnframt leggja þitt af mörkum til umhverfisverndar? Það þarf ekki heila landareign til að rækta, lítill garður getur líka gefið mikið af sér.

Aukin umræða um sjálfbærni og uppruna matvæla hefur orðið ýmsum hvatning til að spreyta sig á matjurtarækt. Garðyrkja verður auðveldlega að skemmtilegu áhugamáli og lífsstíl: Það er spennandi að fylgjast með jurtunum gægjast upp úr moldinni og fátt jafnast á við matjurtir úr eigin ræktun.

Garðrækt – í sátt við umhverfið er fróðleiksnáma um hefðbundna og lífræna ræktun, hvað unnt er að rækta, hvar, hvenær og hvernig. Fjallað er um jarðveg og hvernig má næra hann og bæta, og undirstöðuatriði moltugerðar eru kennd. Sagt er frá ræktun á svölum, í matjurtabeðum og gróðurhúsum, og leiðbeint um alla skipulagningu ræktunar, sáningu, vökvun, umhirðu og uppskeru. Þá eru gefin góð ráð um geymslu matvæla úr garðinum, birtar uppskriftir og margt fleira áhugavert. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Garðrækt í sátt við umhverfið eru 20 kaflar + viðauka, þeir eru:

  • Sjálfþurftarbúskapur á okkar tímum
  • Lífræn ræktun og hefðbundin
  • skiptiræktun
  • Garðurinn
  • Matjurtabeðin
  • Sáning og útplöntun
  • Umhirða
  • Áburður og molta
  • Vandræði
  • Grænmeti til heimilisins
  • Gróðurhúsið
  • Kryddgarðurinn
  • Svalirnar
  • Ávaxtagarðurinn
  • matarbúr náttúrunnar
  • Geymið forðann
  • fróðleikur um næringarefni
  • Fróðleikur um mold
  • Hringrásin
  • Viðhorfsbreyting
  • Viðauki
    • Atriðisorðaskrá
    • Heimildir og þakkir

Ástand: gott

Garðrækt í sátt við umhverfkið - Bella Linde og Lena Granefelt

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,450 kg
Ummál 18 × 2 × 22 cm
Blaðsíður:

255 +myndir +Atriðisorðaskrá: bls. 252-255

ISBN

9789979223559

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2017

Hönnun:

Halldór B. Kristjánsson (umbrot), Wicholm Formavd (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Lena Granefelt, Spessi

Íslensk þýðing

Halla Kjartansdóttir

Höfundur:

Bella Linde, Lena Granefelt

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Garðrækt í sátt við umhverfið – Uppseld”