Ferðin að miðju jarðar – Jules Verne

Ferðin að miðju jarðar fjallar um sérvitringinn prófessor Ottó Lidenbrock og frænda hans, Axel. Dag nokkurn komast þeir af tilviljun yfir eldgamalt skjal sem inniheldur vísbendingu um að íslenskur lærdómsmaður, Arne Saknussemm að nafni, hafi sennilega farið niður að miðju jarðar fyrir margt löngu. Prófessorinn hyggst nú sanna að hægt sé að komast þangað og þeir Axel halda af stað í leiðangurinn. Leiðin liggur frá heimaborg þeirra, Hamborg í Þýskalandi, til Danmerkur og Íslands þar sem hinn eiginlegi rannsóknarleiðangur hefst undir styrkri leiðsögn Íslendingsins Hans. Þremenningarnir síga ofan í gíginn á kulnuðu eldfjalli, Snæfellsjökli, og leggja þar með upp í hrikalegri svaðilför en þá hafði nokkurn tímað órað fyrir… Ferðin að miðju jarðar var fyrst gefin út í París árið 1864.

Þetta er ein þekktasta saga Jules Verne, hún hefur verið þýdd á ótal tungumál og notuð sem efniviður í fjölmargar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leikrit, tónverk og tölvuleiki. Bókina prýða myndir úr upprunalegu útgáfu verksins eftir Édouard Riou. (Heimild: Bókatíðindi)

Ástand: gott

Ferðin að miðju jarðar - Jules Verne - Skrudda

kr.1.900

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,390 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

283 +myndir

ISBN

9789935458100

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Skrudda

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2015 / 1944 (1. útgáfa, Bókfellsútgáfunni, undir titlinum Leyndardómar Snæfellsjökuls)

Hönnun:

Édouard Riou (myndir)

Íslensk þýðing

Friðrik Rafnsson

Höfundur:

Jules Verne

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ferðin að miðju jarðar – Jules Verne”