Ferðabók Dr. Helgi Pjeturss

Jarðfræðingurinn Helgi Pjeturss (1872-1949) hóf rannsóknarferðir sínar fyrir alvöru sama árið og hann lauk prófi í náttúrufræði við Hafnarháskóla 1897. Hann var þá í leiðanrgir Frode Petersen til Grænlands og skrifaði um þá ferð ritgerðina, sem nú er fyrsti þáttur þessarar bókar. Hún kom fyrst út 1899 í ritinu „Um Grænland að fornu og nýju“. Grænlandsbók Helga Pjeturss sýndi það undir eins, að þarna var ágætur rithöfundur á ferðinni og athuganir hans skarpar og skemmtilegar.

Um líkt leyti byrjaði hann líka rannsóknir sínar hér heima og nokkrum árum seinna (1905) skrifaði hann doktorsritgerð sína um jarðfræði Íslands. Hann skrifaði margt í erlend fræðirit og í íslensk blöð og tímarit. Hann fór suður í lönd til þess að kynnast nýjungum í jarðfræði, flytja fyrirlestra og hitta merka jarðfræðinga og sjá sig um. Frá þessum utanferðum, einkum á árunum 1908-1912, eru ýmsar forkunnargóðar ferðasögur, fullar af fjöri og andríki og sívakandi og síspyrjnadi athygli á náttúrunni og á málefnum og mönnum, sem á vegi hans urðu. Ferðasögurnar frá útlöndum eru þriðji meginþáttur þessarar bókar.

Bókin  Ferðabók Dr. Helgi Pjeturss er skipt í þrjá hluta, þeir eru:

  • Grænlandsför 1897
    • Inngangur
    • Vestur yfir hafið með „Perú“
    • Góðhöfn
    • Krónprinseyjar
    • Arfersiorfik
    • Ferð suður með strönd
    • Manítsok. Egeðsminni
    • Ritenbenk. Austur yfir hafið með „Jason“
  • Það líkist engum löndum
    • Ferðir og rannsóknir á Íslandi
    • Úr dagbók ferðamanns
    • Esja og Akrafjall
    • Nýjungar í jarðfræði Íslands
    • Hávifoss
    • Gunnarshólmi og Jónas Hallgrímsson
    • Yoldialagið í Búlandshöfða
    • jarðlög í Fossvogi og víða í nágrenni við Reykjavík
    • Eiríksjökull
    • Loftslagsbreytingar á Íslandi
    • Draumur
    • Í Öræfum
    • Fossar
    • Gull
    • Jarðfræðisrannsóknir sumarið 1910
    • Arnarhreiðrið
    • Rannsóknir og ritháttur
    • Uppi við jökla
    • Við kirkju
    • Jöklar á Heklu
    • Jöklar á Íslandi í fornöld
    • Um jarðskjálftasprungu
    • Undirstöðuatriði í jarðfræði Íslands
    • Um betri not af fiski
    • Jarðskjálftarnir fyrir norðan og jarðfræði landsins
    • Frá Tjörnesi
    • Hvernig Skagafjörður er til orðinn
    • Menn og fuglar
    • Horft áfram og aftur
  • Suður í lönd
    • Frá Vínarborg
    • Frá Berlín
    • Bréf frá Bretlandi
    • Frá Kaupmannahöfn
    • Við gröf Napoleons
    • Weimar
    • München
    • Innsbruck
    • Suður yfir Alpafjöll
    • Milano
    • Norður yfir fjöllin
    • Á leið til Parísar
    • Praís
    • Frá Lundúnum
    • Cæsar og mynd hans
    • Frá Landfræðifélaginu í Berlín
    • Hjá Georg Brandes
    • Björgvin
    • Sumar í Svíðþjóð

Ástand: Gott

Ferðabóik Dr Helga Pjeturss - Viljálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna - Bókfellsútgán 1959

kr.3.100

1 á lager

Vörunúmer: 8503112 Flokkar: , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,920 kg
Ummál 16 × 4 × 24 cm
Blaðsíður:

351 +myndasíður +teikningar +formáli / Vilhjálmur Þ. Gíslason: bls. 7-8

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

ISBN

Ekkert

Útgefandi:

Bókfellsútgáfan

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1959

Teikningar

Halldór Pétursson

Höfundur:

Dr. Helgi Pjeturss, Vilhjálmur Þ. Gíslason (sá um útgáfuna)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ferðabók Dr. Helgi Pjeturss”