Eyðimerkurblómið
Eyðimerkurblómið er áhrifamikil og sönn metsölubók. Waris Dirie ólst upp við erfiða lífsbaráttu í eyðimörkum Sómalíu. Tólf ára var henni skipað að giftast sextugum manni sem hún þekkti ekkert en þá flúði hún til Mogadishu og komst síðar til London, þar sem hún vann kauplaust sem þjónustustúlka á heimili föðurbróður síns, sendiherra Sómalíu. Þá var hún „uppgötvuð“ af þekktum ljósmyndara og hóf ævintýralegan feril sem heimsþekkt ljósmyndafyrirsæta. Waris býr nú í New York. Hún starfar enn sem fyrirsæta, en er auk þess sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, með það að markmiði að berjast gegn umskurði kvenna. Sjálf mátti Waris þola óvenju grimmúðlegan umskurð þegar hún var aðeins barn að aldri. Eyðimerkurblómið er áhrifamikil frásögn sem veitir innsýn í bæði daglegt líf sómalskrar hirðingjafjölskyldu og glæsiveröld heimsþekktrar fyrirsætu. Um leið er bókin mikilvægur vitnisburður um þær þjáningar sem umskurður kvenna hefur í för með sér. „Bókin er skrifuð af einlægni og hlýju og sýnir hvernig harmleikur einnar konu getur hjálpað öðrum. – New York Times“. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Eyðimerkurblómið eru 18 kaflar, þeir eru:
- Á flótta
- Æskuár í félagsskap dýra
- Hirðingjalíf
- Fullþroska kona
- Kaupmálinn
- Á vegum úti
- Mogadishu
- Á leið til London
- Herbergisþernan
- Loksins frjáls
- Fyrirsætan
- Undir læknishendi
- Vegabréfavandræði
- Á toppnum
- Ég sný aftur til Sómalíu
- Í stóra eplinu
- Sendifulltrúinn
- Hugsað heim
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.