Eldur í æðum

Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra, sem voru upp um aldamót

Fyrir svo sem einum áratug var svo komið, að tekið var að fyrnast mjög yfir sögu þjóðarinnar um alaskilin síðustu jafnvel svo að heita mátti, að þeir Gissur og Gunnar, Héðinn og Njáll stæðu mönnum nær en þeir Skúli, Hannes og Björn sem þó vorur samtíamenn og átrúnaðargoð feðra okkar og afa. Helzt var það elzta kynslóðin, sem rámaði eitthvað í þrætumál og nöfn nokkurra þjóðmálaskörunga frá þessum árum. Ástæðan til þess, að tímaskeið þetta hafði hulizt svo gleymsku og móskuk, var ekki sú, að það væri snautt af stórmerkjum eða lítt forvitnilegt, heldur að almenningur átti lítinn kost á því að kynna sér það í aðgengilegum ritum og búningi. Sagnamenn okkar að fáum undanskildum rýndu þá sem fastast í blöð fyrri alda og leiddu lítt hugann að því, sem nær stóð í tíma, svo að það fékk að liggja að mestu óhreyft og ókannað. (Heimild: Ritfregnir, 1. tölublað 1968)

Bókin Eldur í æðum, myndir úr lífi og viðhorfum þeirra sem voru uppi um aldamót er skipt niður í 6 kafla, þeir eru:

  • Vér eigum nógan eldinn
  • Höfundur Íslendingabrags
  • Thoroddsens-bræður
  • Ungi sýslumaðurinn á Ísafirði
  • Skamma stund verður hönd …
  • Guð dæmdur til dauða

Ástand: gott, innsíður og kápa góð en hlífðarkápa orðin þreytt

Eldur í æðum Saga íslenzkra uppreisnarmann um aldamótin - Þorsteinn Thorarensen skráði

kr.1.500

1 á lager

Vörunúmer: 8501853 Flokkar: , Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,1 kg
Ummál 20 × 3 × 26 cm
Blaðsíður:

456 +myndasíður

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Fjölvaútgáfan

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1967

Ljósmyndir:

Ekki vitað

Höfundur:

Þorsteinn Thorarensen