Dómsdagur í Skagway
Þegar Morgan Kane er vísað úr landi í Kanada, liggur leiðin til Skagway í Alaska. Þar ræður ríkjum Jefferson Randolph Smith, sem hikar ekki við að drepa þá menn sem vilja ekki lúta vilja hans í einu og öllu.
Þegar Kane kemur þangað, ákveður Smith að láta hann fara sömu leið og annan lögreglumann, sem hann hafði drepið á sínum tíma. Kane er einn gegn öllum bæjarbúum og framundan er dómsdagur fyrir Smith og morðingja hans – en einnig fyrir Morgan Kane … (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.