Djöflastjarnan

Sjálfstætt framhald Rauðbrystings og Nemesis

Á þrúgandi heitum sumardegi í Osló finnst ung kona myrt í íbúð sinni. Einn fingur hennar hefur verið skorinn af og undir öðru augnloki hennar finnst agnasmár rauður demantur, skorinn í fimm arma stjörnu. Harry Hole er falin rannsókn málsins ásamt Tom Waaler – vinnufélaga sem hann hefur sterklega grunaðan um vopnasmygl og morð.
Fimm dögum síðar er tilkynnt um hvarf konu. Þegar afskorinn fingur hennar finnst og á honum hringur með stjörnulaga demanti, lítur út fyrir að Oslóarlögreglan eigi í fyrsta sinn í höggi við raðmorðingja. Á sama tíma er Harry staðráðinn í að sýna fram á sekt Waalers. Í ákafri leit sinni að lausn þessara tveggja mála stendur hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum – m.a. um framtíð sína hjá lögreglunni.
Djöflastjarnan er þriðja bókin um Harry Hole sem kemur út á íslensku. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott, laus við allt krot eða nafnamerkingu

Djöflastjarnan - Jo Nesbö

kr.250

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501601 Flokkar: , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 12 × 3 × 20 cm
Blaðsíður:

475

ISBN

9789979659686

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Marekors

Útgefandi:

Uppheimar

Útgáfustaður:

Akranes

Útgáfuár:

2011

Hönnun:

Aðalsteinn S Sigfússon (kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Bjarni Gunnarsson

Höfundur:

Jo Nesbø

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Djöflastjarnan – Jo Nesbø – Kilja – Uppseld”