Disney Afmælisveislubókin

123 hugmyndir að töfrandi Disney afmælisveislum

Til hamingju með afmælið! Það er alltaf merkisviðburður að eiga afmæli, hvort sem um er að ræða 1. árs eða 100 ára afmæli. Afmæliskökur eru gjarnan miðdepillinn í afmælum og leggja línurnar fyrir ákveðið veisluþema.

Í þessari ævintýralegu og litskrúðgu bók er að finna heilan hafsjó af uppskriftum, skreytingum og sniðugum hugmyndum fyrir afmælisveisluna.

Langar þig að baka regnboga- eða hauskúputertu, fylla bollakökur eða breyta þeim í orm, læra að gera kökupinna og skreyta sykurpúða, læra að búa til og vinna sykurmassa og súkkulaðimassa, bragðbæta popp og skreyta glös? Allt þetta og svo miklu meira er að finna í Afmælisveislubókinni og hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í bókinni eru góðar leiðbeiningar og skýringarmyndir sem aðstoða þig við afmælisundirbúninginn og þar er jafnframt að finna hugmyndir að sniðugum þakkargjöfum til handa veislugestum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin  Disney afmælisveislubókin er skipt niður í átta kafla, þeir eru:

  • Áhöld
  • Tertur
  • Bollakökur
  • Smákökur
  • Pinnar
  • Ávextir og brauð
  • Skreytingar
  • Eitt og annað

Ástand: gott

Afmælisveislubókin Disney

kr.1.500

2 á lager

Vörunúmer: 8502465 Flokkur: Merkimiðar: , , , , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 24 × 2 × 28 cm
Blaðsíður:

192 +myndir +uppskriftir í stafrófsröð: bls. 192

Heitir á frummáli

Disney birthday book

ISBN

9789935131263

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Edda útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2013

Ljósmyndir:

Gassi

Ritstjóri

Kristín Eik Gústafsdóttir