Danteklúbburinn
Þessi úthugsaða spennusaga gerist í Boston árið 1865. Nokkrir af helstu bókmenntamönnum Bandaríkjanna taka höndum saman um að koma Hinum guðdómlega gleðileik ítalska skáldsins Dantes út á ensku. Valdamiklir einstaklingar innan Harvard-háskólans finna fyrirætlun þessari allt til foráttu. Steininn tekur úr þegar hefst röð morða sem minna óþægilega mikið á lýsingar Dantes á víti. Danteklúbburinn hefur setið vikum saman á metsölulistum í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarið ár. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott | 1. útgáfa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.