Briggskipið Bláliljan
Bókin segir frá Mikael litla Péturssyni. Faðir hans sigldi brott á briggskipinu Bláliljunni fyrir átta árum og hefur ekki komið aftur. Allir vita að hann er dáinn; allir nema Mikael sem trúir því staðfastlega að hann komi aftur. Meðan hann bíður lendir hann í spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum, hundinum Bósa, ánni Lukki og síðast en ekki síst vinkonu sinni Teu.
Briggskipið Bláliljan fékk verðlaun Bonniers útgáfufyrirtækisins 1955 sem besta sænska barnabókin það ár. Ári síðar hlut hún Nilla Hólmgeirssonar skjöldinn, virtustu barnabókaverðlaun Svía. (Heimildir: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott eintak