Bréfin hans Þórberg til Lillu Heggu og Biddu systur
Í þessari bók eru einstæð bréf, sem Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, sendi þeim stöllum, Lillu Heggu og Biddu systur, sem kunnugar eru sem persónur úr bók hans ,,Sálminum um blómið. Bréfin eru skrifuð á árunum 1952 til 1971 og koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.
Þetta eru engin venjuleg sendibréf. Í þeim fjallar Þórbergur um ótrúlegustu efni, skráir hnyttnar athugasemdir um nafngreint fólk, en gerir þó jafnan mest grín af sjálfum sér. Bréfin eru í ýmsum tóntegundum, ýmist fjallar Þórbergur af hjartans einlægni um alvarlega hluti eða þá að það ískrar í honum hláturinn, þegar hann er að tala við vinkonur sínar á pappírnum.
Hjörtur Pálsson hefur tekið saman skýringar með bréfunum og skráð minningarbrot aðalpersónanna um Sobbeggi afa og fleira fólk, sem kemur við sögu. Þá er í bókinni mikill fjöldi skemmtilegra mynda.
Bókin Bréfin hans Þórbergs eru 44 kaflar, þeir eru:
- Til fundar við Þórberg
- 1952
- Ein matskeið af salti í baðið
- Púðauppsetningar og pólitík
- 1955
- Níðþung blómakarfa og hringlaga konfektkassi með slaufu
- Söngur í Ásum
- Sobbeggi afi í ballettskóla Lillu Heggu og Biddu systur
- 1956
- Með skuplu og skjólu
- Vantsandinn hleypur í meistarann
- „Svona vorum við Mammagagga líka“
- Feitt með feitu og sætt með sætu
- 1957
- Allar tennur heilar
- 1958
- Að koma lifandi heim
- 1959
- „Sensational playmate“
- 1960
- „Finnst honum ég ekki skrítinn?“
- 1961
- „Þú spilaðir líka svo fjandi vel“
- Eins og greifar
- „Hún er nú skynsöm og smart“
- 1962
- „Ó, þetta var dýrlegur dagur“
- Silkikjólar á Strikinu
- 1963
- „Er þetta spesía?“
- 1964
- Miðilsfundur á fjóðu hæð til hægri
- 1966
- Að eignast myndir
- Sobbeggi afi talar til fólksins af barmi Almannagjár
- 1967
- Tveir Þorláksdropar við hverja brú
- 1969
- Eilífðarverur
- 1970
- Þegar hún amma mín dó og hann afi minn var fullur og sálmurinn var sunginn um blómið
- 1971
- Ein rauð rós
- Bréfaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.