Björg ævisaga Bjargar C. Þorláksson

Björg C. Þorláksson fæddist árið 1874 í Vesturhópshólum í Húnaþingi. Hún braust til mennta af ótrúlegum dugnaði og varð fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi. Sögu þessa brautryðjanda meðal íslenskra kvenna og framlag hennar á sviðum vísinda og fræða hafa fáir þekkt fram til þessa. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur rannsakað ævi og verk Bjarkar um árabil og sviptir hér hulunni af óvenjulegri konu sem fór sínar eigin leiðir og trúði á mátt manna til að skapa sig sjálfir. Sagan segir frá sveitastúlku sem komst á kvennaskóla og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem hún tók stúdentspróf og fór í háskóla. Hún segir frá hjónabandi hennar og Sigfúsar Blöndal og þætti hennar í hinu mikla stórvirki, Íslensk-danskri orðabók. Hér er greint frá fræðistörfum Bjarkar og þátttöku hennar í kvennabaráttunni á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, veru hennar í Þýskalandi og Frakklandi og baráttu hennar við illvíga sjúkdóma. Þetta er saga konu sem skóp sig sjálf í trássi við viðteknar hugmyndir um hlutverk kvenna, harmsaga mikillar kvenhetju og merks brautryðjanda. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Björg, ævisaga Bjargar C. Þorláksson eru 31 kaflar +viðaukar, þeir eru:
 • Lítil stúlka
 • Leggur og skel
 • Systkinin
 • Í árdaga nýrra aldar
 • Á kvennaskóla
 • Kaupmannahöfn
 • Leið til sjálfstæðis
 • Að láta draumana rætast
 • Sigfús
 • „Vorfulgar eigin lífs“
 • Byrjað á orðabókinni
 • Kvennréttindi
 • Veikindi og barnleysi
 • Að skapa sjálfa sig
 • Málsvari kvenfrelsis
 • Hjúskapur, gítarspil og lærdómskreddur
 • Ófriður og úmrót
 • Orðabókinni lokið
 • „Ég vissi ei lengur, hvort mér frelsið hæfði“
 • Nóttin í baðkerinu
 • París
 • Elt af Þjóðverjum
 • Hjúskparslit
 • „Sjálfsmennsku-stúdentslífið“
 • Doktor Björg
 • Rótleysi
 • Kvennapólitík
 • Það dimmir
 • Lokuð inni
 • „Ó taktu mjúkum höndum …“
 • Hægt og hljóðlega
 • Viðbætur
  • Eftirmáli
  • Þakkir
  • Atburðaskrá
  • Rit Bjargar C. Þorláksson
  • Tilvísanir
  • Heimildaskrá
  • Myndaskrá
  • Nafnaskrá

Ástand: Gott

Björg ævisaga Bjargar C Þorláksson - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - JPV útgáfa 2001

kr.1.800

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,1 kg
Ummál 17 × 4 × 24 cm
Blaðsíður:

403 +myndir +ritsýni +nafnaskrá: bls. 399-403

ISBN

9979761377

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2001

Hönnun:

Hunang (kápuhönnun)

Höfundur:

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Björg ævisaga Bjargar C. Þorláksson”