Bjargvætturinn

Það er á allra vitorði í Bandaríkjunum suðvestanverðum að þeir eru vart fleiri en fjórir eða fimm sem eru jafnfærir Morgan Kane með byssuna. Er því oft leitað til hans þegar leysa þarf vanda af ýmsu tagi.

Í þessari bók eru nokkur dæmi um það að garpurinn liðsinnir bæði einstaklingum og yfirvöldum. Þegar íbúar í þorpi einu óttast til dæmis árás af hálfu ræningja leita þeir til Kanes og Katz vinar hans, sem eru þar á ferð.

Þegar maður vill hefna harma sinna á friðli konu sinnar færir Kane sönnur á að viðkomandi sé ekki hefndarinnar virði

Meistaraskytta fær tækifæri til að koma skoti á fjandmann sinn en hverfur síðan. Kane er fenginn til að leita hann uppi og jafna sakirnar.

Morgan Kane er beðinn ásjár í þessum málum og fleiri og þótt hægt sé að koma skoti á hann fer hann alltaf með sigur af hólmi.  (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Morgan Kane - Bjargvætturinn

kr.250

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,120 kg
Ummál 11 × 2 × 18 cm
Blaðsíður:

155

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Kane's lov

Útgefandi:

Prenthúsið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1988

Höfundur:

Louis Masterson (duln. fyrir Kjell Hallbing)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Bjargvætturinn – Morgan Kane – Uppseld”