Betri áætlanir
Markvisst ferli við gerð áætlana til að skila betri verkum
Vel heppnað verk byggist ekki hvað síst á því að fyrir liggi góð áætlun í upphafi og eftir því sem verkið er stærra er mikilvægara að leggja vinnu í áætlunina. Ef ætt er af stað án nægilegs undirbúnings getur margt farið úrskeiðis, hætt er við að tímaáætlanir standist ekki, kostnaður fari langt fram úr því sem til varf ætlast og í versta falli leiðir verkið alls ekki til þeirrar útkomu sem stefnt var að.
Í bókinni Betri áætlanir er farið í gegnum áætlanagerð sem er í sjö þrepum. Í upphafi þarf að skilgreina verkið og lýsa því, síðan þarf að gera sér grein fyrir tímanum sem það tekur og aðföngum og kostnaði sem það útheimtir. Áhersla er lögð á að laga áætlunina og fara yfir hana eftir því sem forsendur breytast, ganga úr skugga um að hún fullngæi kröfum þeirra sem verkið er unnið fyrir og að allt eftirlit með framkvæmdinni verði í föstum skorðum. Með því að fara eftir slíku ferli við áætlanagerð tryggir þú betir árangur og munt fljótlega sjá að tíminn sem fer í áætlanagerðina skilar sér margfalt til baka. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Betri áætlanir er skipt niður í 8 kafla, þeir eru:
- Skipulögð vinna
- Verkið skilgreint
- Verkin sem vinna þarf
- Tímasetning
- Aðföng og kostnaður
- Lokahnykkurinn
- Áætlun samþykkt
- Áætlun komið í verk
- Viðauki
- Kjarni bókarinnar í knöppu formi
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.