Ásgeir Ásgeirsson ævisaga

Ævisaga Ásgeirs Ásgeirssonar er persónusaga í orðsins besta skilningi, en endurspeglar jafnframt helstu viðburði Íslandssögunnar á þessari öld. Hann var guðfræðingur og hugðist gerast prestur í sveit þó að örlögin ætluðu honum annan hlut og átakameiri. Tímamót urðu í lífi Ásgeirs er hann hóf afskipti af stjórnmálum, en hann sat á Alþingi í nær áratug. Hér er lýst stormasamri tíð hans sem fjármála- og forsætisráðherra, svo og átökum innan Framsóknarflokksins sem lyktaði með því að Ásgeir kvaddi hann og gekk til liðs við Alþýðuflokkinn.

Árið 1952 vann Ásgeir einn stærsta persónulega kosningasigur í sögu þjóðarinnar er hann var kjörinn forseti lýðveldisins – gegn vilja og valdi forystumanna tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Þar varð þjóðarviljinn flokksvaldinu yfirsterkari. Embætti forseta gegndi hann í sextán ár með dyggum stuðningi konu sinnar, Dóru Þórhallsdóttur, enda nutu þau hylli og ástsældar þjóðarinnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Ásgeir Ásgeirson ævisaga er skipt niður í níu kafla +viðauka, þeir eru

  • Blíðlátir bernskudagar
  • Á tveimur landshornum
  • Eins og eldur
  • Vestur á fjörðum
  • Ráðherra á kreppuárum
  • Leiðarstjarna lýðræðis
  • Gegn flokksvaldi
  • Á forsetastóli í sextán ár
  • Ævilog
  • Viðauki
    • Eftirmáli
    • Niðjar Dóru Þórhallsdóttur og Ásgeir Ásgeirssonar
    • Heimildaskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: gott

Ásgeir Ásgeirsson ævisaga - Gylfi Gröndal

kr.1.600

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502292 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 18 × 4 × 25 cm
Blaðsíður:

470 +myndasíður +myndir +nafnaskrá: bls. 459-470

ISBN

9789979531975

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Forlagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1992

Höfundur:

Gylfi Gröndal

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ásgeir Ásgeirsson ævisaga – Uppseld”