Þöglu árin í ævi Jesús
Öldum saman hafa unnendur biblíunnar velt fyrir sér þeirri spurningu hvar Jesús hafi verið og hvað hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þögul ár“ í ævi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs.
Hið mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum við Dauðahaf 1945 og næstu ár á eftir, hefur loks gefið svar við þessari spurningu.
Það verður æ ljósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miðar áfram, að Jesús hefur á þessum árum setið við hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuðu samfélagi þeirra. Glöggt má greina náinn skyldleika með kenningum Jesú og Essena, jafnvel orðalagið í boðskap Jesú ber ótvíræðan essenskan svip.
Höfundur kallar bók sína „ögrun við kristindóminn“ og á þá við að biblían, sem kristin kirkja byggir boðskap sinn á, þurfi í ýmsum mikilvægum atriðum endurskoðunar við í ljósi þess sem fundist hefur í bokasafni Essena. Kynni hans af handritunum hafa vakið há honum efasemdir um ýmsar kenningar biblíunnar, svo sem kenningarnar um heilaga þrenningu, meyjarfæðinguna og guðlegan uppruna Jesú. Hann vekur athygli á þeirri undarlegu þögn sem ríkt hafa meðal kirkjunnar manna um Dauðahafshandritin og telur hana stafa af ótta við að kynni almennings af þeim kunni að vekja efasemdir um eitt og annað í boðskap kirkjunnar. (Heimildir: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Árin þöglu í ævi Jesú eru 19 kaflar, þeir eru:
- Sýnishorn texta úr Dauðahafshandritunum
- Jesús í nýrri mynd
- Ögrun við kristindóminn
- Hverjir voru Essenar?
- Essenar í augum samtíðarmanna
- Uppeldi Jesú í nýju ljósi
- Helgar bækur sem sleppt er úr biblíunni
- Hvernig guðfræðingar „vernda“ trú vora
- Bedúínar og hrjáðir björgunarmenn
- Hví var öllu haldið svo lengi leyndu fyrir almenningi?
- Gildi Enoksbókar og annarra rangfeðraða rita
- Sagan af hirðmanningum frá Eþíópíu
- Þref um handritin
- Upphaf kenningarinnar um heilagan anda
- Spádómarnir um „hina síðustu daga“
- Himnaríki go gröfin tóma
- Spurning aldanna
- Essenismi og kristin Gnostíka
- Eftirmáli
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.