30 áhrifarík ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur
Hagnýt ráð sem hjálpa þér að setja markmið og ná þeim
Tíminn er dýrmætasta auðlind hvers einstaklings og jafnframt sú sem við förum hvað verst með. Rannsóknir sýna að flestir lifa sínu lífi eins og strá í vinid, án markmiða án forgangsröðunar og án þess að staldra við og finna hver mikilvægustu málefni lífs þeirra eru. Það sem gerist er það sem John Lennon orðar svo ágætlega í vögguvísu til sonar síns, Sean: „Lífið er það sem hendir þig á meðan þú leggur á ráðin um annað.“
Með því að fara að þeim ráðum, sem Thomas Möller kynnir í þessari bók, getur þú sparað þér allt að 60 mínútur á dag. Klukkutíma tímasparnaður á dag jafngildir allt að einum og hálfum mánuði á ári. Í heimi, sem einkennist að sífellt meiri hraða og kröfum um hagsýni og aukinn árangur í sívaxandi samkeppni, geta þessi ráð reynst þér ómetanleg hjálp til að ná forskoti með betri tímastjórnun og margföldum árangri. Þessi bnók á erindi til allra!
Í bókinni er bæði fjallað um tímastjórnunartækni og forgangsröðun verkefna – klukkuna og áttavitan – sem þú þarf til að getsa tekið upp árangursríka tímastjórnun. (Heimild: bakhluti bókarinnar)
Bókin 30 áhrifarík ráð sem bæta tímastjórnun og marfalda árangur er skipt niður í sex kafla, þeir eru:
- Þrjár víddir stjórnunar
- 30 áhrifarík ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur
- Farðu vel með tímann þinn
- Stæðvaðu tímaþjófana
- Skráðu tímanotkunina
- Framkvæmdu sjálfsmat
- Settu þér skrifleg markmið
- Settu fyrirtækinu markmið
- Skipuleggðu tímann þinn
- Notaðu dagbók með verkefnalista
- Raðaðu verkefnum í forgangsröð
- Gerðu stór verkefni að litlum
- Gerðu áætlanir og fylgdu þeim eftir
- Minnkaðu pappírsflóðið
- Láttu ekki trufla þig að óþörfu
- Skipuleggðu vinnustaðinn
- Stjórnaðu fundum rétt
- Hafðu skjalsafnið í lagi
- Einfaldaður líf þitt – komdu skipulagi á heimilið
- Segðu oftar NEI við nýjum verkefnum
- Vertu þinn eigin gæðastjóri
- Meðhöndlaðu póstinn rétt
- Notaðu símann rétt
- Hafðu stjórn á óvæntum heimsóknum
- Framseldu verkefnin
- Vertu viðbúinn óvæntum atburðum
- Nýttu biðtímann
- Gefðu skýr fyrirmæli
- Skrifaðu markvisst
- Notaðu þér nýjustu tækni
- Stjórnaðu lestrinum
- Aflaðu þér meiri þekkingar
- Boðorðin tíu í tímastjórnun
- Lykilhæfileikar mínir
- Markmið ársins
- Markmið dagsins
Ástand: gott bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.