Guðjón Sveinsson, rithöfundur

Guðjón Sveinsson, rithöfundur er fæddur að Þverhamri í Breiðdal þann 25. maí 1937, sonur hjónanna Sveins bónda Bryjólfssonar og konu hans Önnu Jónsdóttur fyrrv. kennara og prófdómara í Breiðdal. Guðjón er yngstur þriggja systkina. Snemma vaknaði áhugi hans á ljóðum og sögum, og hann mun ekki hafa verið gamall þegar hann setti saman fyrstu vísuna, enda var móðir hans, sem er mjög ljóðelsk, þess hvetjandi að hann legði rækt við ritstörf. Guðjón var ekki nema 13 ára þegar honum hlotnaðist fyrsta viðurkenningin, en þá vann hann verðlaun í smásagnasamkeppni sem íslenzkt tímarit efndi til.

Veturna 1952-1955 stundaði Guðjón nám við Eiðaskóla og lauk þaðaan landsprófi, en hvarf síðan frá námi og gerðist sjómaður. Var síðan að mestu óslitið á sjó til ársins 1964 og gerðist barnakennari í Breiðdal.

Guðjón hefur einkum skrifað bækur fyrir börn og unglinga en einnig ort ljóð, skrifað ýmsar ritgerðir og látið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni með skrifum í blöð og tímarit. Ljóð hans og smásögur hafa einnig birst á þeim vettvangi. Fyrsta barna- og unglingabók Guðjóns, Njósnir að næturþeli, kom út 1967. Hann hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags íslenskra móðurmálskennara fyrir söguna Morgundögg árið 1981

Hér eru þær bækur sem til eru á Bókalind