Saga mannkyns, ritröð AB kom út á árunum 1985 til 1994. Þessi glæsilega ritröð eru samtals 16 bindi.

Verkið spannar allan heiminn, en viðburðirnir er ekki einungis athugaðir í sjóngleri Evrópumanns eins og oft hefur viljað gerast. Hér nægir ekki að segja frá „konungum og styrjöldum“, heldur er reynt að fjalla um „alla söguna“ – almenning, hversdagslíf, þjóðfélag.

Í þessum 16 bindum eru yfir 6000 myndir – flestar litmyndir – svo og landabréf og litaðir reitir með ákveðnum upplýsingum. Nákvæmar efnis- og nafnaskrá auðvelda notkun verksins sem uppsláttarrits. Þessi 16 bindi heita:

  1. bindi Í upphafi var … Frá frummanni til fyrstu siðmenningar
  2. bindi Samfélög hámenningar í mótun 1200 – 200  f. Kr.
  3. bindi Asía og Evrópa mætast 200 f.Kr – 500 e.Kr.
  4. bindi Trúarbrögð takast á 500 – 1000
  5. bindi Hirðingar og hámenning 1000 – 1300
  6. bindi Evrópa við tímamót 1300 – 1500
  7. bindi Hin víða veröld 1350 – 1500
  8. bind Ný ásýnd Evrópu 1500 – 1750
  9. bindi Markaður og menningarheimar 1500 – 1750
  10. bindi Byltingatímar 1750 – 1815
  11. bindi Evrópa í hásæti 1815 – 1870
  12. bindi Vesturlönd vinna heiminn 1870 – 1914
  13. bindi Stríð á stríð ofan 1914 – 1945
  14. bindi Þrír heimshlutar 1945 – 1965
  15. bindi Til móts við óvissa framtíð 1965 – 1985
  16. bindi Veröldin breytist 1985 – 1993