Enid Blyton

Enid Mary Blyton (11. ágúst 1897 – 28. nóvember 1968) var breskur barnabókarithöfundur sem er bæði þekkt sem Enid Blyton og Mary Pollock. Hún var einn vinsælasti barnbókarithöfundur 20. aldar.
Ein þekktasta persóna hennar er Doddi (e. Noddy), Dodda-bækurnar voru samtals 24 sem hún samdi. Þekktustu verk hennar eru skáldsögur fyrir börn, þau eru:

  • Ævintýrabækurnar (e. Adventure series), en af þeim komu út 8 bækur á árunum 1944-1950 og fjalla um fjögur börn og páfagaukinn Kíkí; þær skera sig úr að því leyti að helmingur þeirra gerist utan Englands
  • Fimm-bækurnar (e. Famous Five), sem er alls 21 bók, 1942–1963, og fjalla um fjögur börn og hundinn þeirra
  • Dularfullu bækurnar (e. Five Find-Outers and Dog), 15 bækur, 1943–1961, en í þeim skjóta fimm börn þorpslögreglumanninum Gunnari stöðugt ref fyrir rass
  • Leynifélagið Sjö saman (e. Secret Seven), 15 bækur, 1949–1963, félag sjö barna sem leysa sakamál
  • Ráðgátu-bækurnar (e. The Barney Mysteries), 6 bækur, 1949-1959, sögur um þrjú börn og vin þeirra á unglingsaldri sem leysa ráðgátur.
  • Af öðrum bókum hennar sem komið hafa út á íslensku má nefna Baldintátubækurnar (e. The Naughtiest Girl) og svo Doddabækurnar. (Heimild: Wikipedia, 2020)