Tertuskreytingar við öll tækifæri

Það er fátt skemmtilegra en að reiða fram ljúffenga og fagmannlega skreytta tertu þegar mikið stendur til. Með einföldum aðgerðum er hægt að búa til lítil, falleg og ekki síst girnileg listaverk.

Í þessari bók er að finna skreytingar og lýsignar á tertum og kökum við öll tækifæri: barnaafmæli, skírn, brúðkaup, um páska, jól, vetur og sumar. Aðferðinar sem eru sýndar eru bæði einfaldar og skemmtilegar. allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og lefyt sköpunargleðinni að taka völdin.

Aftast í bókinni eru uppskriftir að ýmiss konar botnum og kremum, teikningar af munstrum, útskýringar á áhöldum og útlistanir á aðferðum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Tertuskreytingar við öll tækifæir er skipt niður í þrjá hluta sem hafa samtals 27  undirhluti, þeir eru:

  • Tertur fyrir alla
    • Sparileg hátíðarkaka
    • Fersk ástarterta
    • Rómantísk brúðkaupsterta
    • Frískandi páskaterta
    • Frábær þjóðhátíðarterta
    • Blómstrandi sumarterta
    • Kraftmikil íssprengja
    • Fallegar rósakökur
    • Ljúffeng hortensíuterta
    • Gómsæt uppskerukaka
    • Skrautleg jólatréskaka
    • Sætir snjókallar á svelli
    • Sniðugar sælgætiskökur
  • Tertur fyrir börn
    • Afbragðsgóð lestarkaka
    • Einföld trúðakaka
    • Hátíðlegar pakkatertur
    • Stór stafrófsterta
    • Ógnarleg risaeðluterta
    • Glæsileg prinsessuterta
    • Litrík ævintýraterta
    • Þín eigin skúkkulaðikaka
    • Fín skírnarterta
    • Doppótt dalmatíuterta
    • Gómsæt mjúk piparkaka
  • Annað
    • Áhöld og aðferðir
    • Uppskriftir
    • Munstur

Ástand: Vel með farið.

Tertuskreytingar forsíða

kr.1.000

1 á lager

Vörunúmer: 8001010038 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,364 kg
Ummál 20 × 1 × 28 cm
Blaðsíður:

94

ISBN

978-9979-2-1737-5

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2004

Hönnun:

Margrét Laxnes (kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir

Höfundur:

Helene S. Lundberg