Áður en ég kveð
Þegar bátur Adams Cauliffs springur í loft upp með hann og nokkra nána viðskiptafélaga innanborðs, er það ekki einungis sorgin sem þjakar ekkjuna, Nell McDermott, heldur einnig samviskubit eftir að þau rifust sama morguninn um þá ákvörðun hennar að bjóða sig fram til þings. Þá sagði hún honum að vera ekki að hafa fyrir því að koma heim
Rannsókn málsins leiðir í ljós að furðumargir hefðu getað talið sig hafa ástæðu til að koma sprengju fyrir í bátnum. Grunsemdir vakna um heiðarleika Adams Cauliffs og Nell leiðist sjálf út í rannsókn málsins. Grunlaus um að með því stefnir hún sér í mikila hættu. Sá – eða kannski sú? – sem kom sprengjunni fyrir í bátnum svífst einskis til að ná markmiðum sínum. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin er vel með farin