Þá flugu Ernir
Lítil flugsaga að vestan
Hörður Guðmundsson birtist með litla flugvél á Ísafirði og hugðist staldra við í þrjá mánuði. Dvöl teygðist á langinn og þegar Hörður og konan hans héldu á brott höfðu þau stofnað og rekið Flugfélagið Erni á Ísafirði í rúman aldarfjórðung. Á þeim tíma varð Hörður landsþekktur flugmaður, ekki síst fyrir frækilega framgöngu sína í sjúkraflugi sem hann stundaði við erfiðustu aðstæður um árabil og bjargaði þannig áfáum mannslífum. Í þessari bók segir frá sjúkrafluginu og ýmsu öðru á viðburðaríkum ferli Harðar; flugi með skólafólk, ráðherra, frambjóðendur og ýmsa aðra fyrir vestan, skrautlegri flugferð sem lauk með því að skrúfa vélarinnar fauk af, neyðarflugi fyrir alþjóða Rauða krossinn í Afríku, baráttunni fyrir tilvist Ernis, alvarlegum flugslysum í sögu félagsins og mörgu fleiru. Þetta er saga óvenjulegrar hvunndagshetju sem Vestfirðingar og margir fleiri eiga eftir að minnast lengi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Þá flugu Ernir, lítil flugsaga að vestan eru 34 kaflar, en hefur ekkert efnisyfirlit.
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.