Pocahontas
Þú skalt hlusta á rödd hjartans, segir ráðagóða amma Viðja. En þegar indjánaprinsessan Pocahontas verður ástfangin af hinum hvíta Jóni Smith (John Rolfe) hefur það alvarlega afleiðingar fyrir fólkið þeirra. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Byggt á Disney kvikmyndinni Pocahontas (1995). Myndin er byggð á Pocahontas sem var fædd 1596 og lést í mars 1617 . Pókahontas, fædd undir nafninu Matoaka og síðar þekkt undir nöfnunum Amonute og Rebecca Rolfe, var amerísk frumbyggjakona sem varð fræg fyrir samskipti sín við evrópska landnema í bresku nýlendunni Jamestown í Virginíu og fyrir stuðla að friði milli þeirra og frumbyggjanna. Árið 1613 handsömuðu Englendingar Pókahontas og héldu henni gegn lausnargjaldi. Á meðan hún dvaldi með Englendingunum snerist Pókahontas til kristni og tók upp nafnið Rebecca. Þegar henni bauðst að snúa heim til þjóðar sinnar ákvað hún að vera heldur áfram með Englendingunum. Í apríl árið 1614, þegar hún var 17 ára, giftist Pókahontas tóbaksræktarmanninum John Rolfe. Hjónunum fæddist sonurinn Thomas Rolfe í janúar árið 1615. Árið 1907 kom út 5 centa frímerki með mynda af Pocahontas og varð firsti einstaklingur af frumbyggjum BNA til að fá þann heiður að vera á frímerki. (Heimild: Wikipedia )
Ástand: gott