Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði

Íslensk-ensk / Ensk-íslensk

Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands tók saman

Fyrir nokkrum árum gaf Orðanefnd Kennraháskóla Íslands út fjölritaða Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði. Hún hefur nú verið aukin mjög og endurbætt, en er engan veginn tæmandi skrá yfir fræðiorð í uppeldis- og sálarfræði. Í þessari nýju útgáfa fylgir skilgreining eða útskýring nær hverju hugtaki, og er það nýjung í íslensku orðasafni af þessu tagi.

Alls eru í bókinni rösklega 4100 íslensk flettiorð með enskum þýðingum. Í ensk-íslensku hlutanum er aðeins ein íslensk þýðing við hvert orð, og er hún hugsuð sem tilvísun til íslensk-enska hlutans. Þar er að finna alla þá vitneskju, sem bókin veitir um hvert hugtak.

Þessi bók ætti að vera í höndum allra, sem fást við uppeldis- og sálfræðileg viðfangsefni, ekki síst kennara og kennaraefna. Hún er náma af fróðleik um ýmis sálræn fyrirbæri, sem mörgum leikmanni mun einnig þykja forvitnilegt að kynnast, og hún er auðug að ágætum íslenskum orðum. Mörg þeirra hafa ekki birst almenningi fyrr.

Bókin Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði, Íslensk-ensk, ensk-íslensk hefur tvö hluta, Þeir eru:

  • Íslensk-ensk orðabók
  • Ensk-íslensk orðabók

Ástand: gott

Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði - Rit íslenskrar málnefndar

kr.1.200

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0520 kg
Ummál 15 × 2 × 23 cm
Blaðsíður:

253

Kápugerð:

Kilja

ISBN

9979842482

Útgefandi:

Íslensk málnefnd

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1994 aukin og endurbætt / 1986 (1.útgáfa)

Ritstjóri

Jónas Pálsson, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Þuríður J. Kristjánsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði, útg. 1994”