Stafsetningarorðabókin, sem er hin opinbera réttritunarbók um íslensku, bætir úr brýnni þörf en í henni má finna svör við flestum spurningum sem almennir málnotendur spyrja um og varða stafsetningu, beygingu og meðferð orða. Í bókinni er allur almennur orðaforði málsins, auk fjölda mannanafna, örnefna, ríkja- og þjóðaheita og orðaforða úr helstu fræðigreinum, alls um 73.000 orð. Ýtarlegar ritreglur er einnig að finna í bókinni, settar fram á aðgengilegan hátt með fjölda dæma. Þetta er grundvallarrit ætlað öllum málnotendum. (Heimild: Bókatíðindi)
Í bókinni, sem er 736 bls., eru ríflega 65.000 flettiorð og að auki um 8.000 undirflettiorð. Í bókinni er allur almennur orðaforði málsins, auk fjölda mannanafna, örnefna, ríkja- og þjóðaheita og orðaforða úr helstu fræðigreinum. Í bókinni eru sýndar beygingar, notkunardæmi, ýmis algeng orðatiltæki og rétt orðnotkun. Ýtarlegar ritreglur eru í bókinni.
Bókin Stafsetningarorðabókin er skipt niður í 4 kafli, þeir eru:
- Notkunarleiðbeiningar
- Orðabók a – ö
- Ritreglur
- Helstu heimildir
Ástand: Ný bók
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.