Heiða
Heiða er hugljúf saga um munaðarlausa stúlku sem flyst til afa síns í lítið þorp í svissnesku Ölpunum. Heiða hafði ekki séð afa sinn fyrr og rétt þegar henni er farið að þykja vænt um hann og nýja heimilið sitt er hún tekin frá honum og send til ókunnugs fólks í fjarlægri borg. Borgarlífið a ekki við Heiðu og hún saknar afa síns, fjallanna og frelsisins. Þrátt fyrir það lærir Heiða ýmislegt í borginni sem á eftir að reynast henni dýrmætt eftir að hún kemst heim aftur. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott bæði innsíður og kápa