Úr klóm bakkusar
Jesse Rawlings starfsmaður Leynilögregluþjónustu Pinkertons fann Morgan Kane í ógeðslegu sóðalegu herbergi í fátækrahverfum Seattle – útúrdrukkið hrak, nær dauða en lífi af sjúkdómum og næringarleysi.
En Morgan Kane mátti ekki deyja – ekki enn. Enn einu sinni var þörf fyrir þennan gráhærða fyrrverandi lögregluforingja.
Gat þetta mannhrak rifið sig upp úr eymdinni? Gat Morgan Kane brugðist rétt við, drepið til varnar Theodore Roosevelt sem síðar varð Bandaríkjaforseti.
Spænsk-ameríska stríðið nálgaðist. Theodore Roosevelt undirbjó innrás á Kúbu. Timinn var naumur … (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.